Bjartahlíð tekur þátt í tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
Skóla- og frístundasvið leggur áherslu á þá meginreglu að foreldrar/forsjáraðilar taki sumarleyfi með börnum sínum á þeim tíma sem leikskólar þeirra loka. Í undantekningartilvikum, þegar foreldrar eiga þess ekki kost að taka sumarleyfi á sama tíma og leikskóli barnsins er hægt að sækja um að barnið fari í sumarleyfi á öðrum tíma og sæki þá leikskóla sem bjóða upp á sumaropnun í tilraunaskyni sumarið 2019.
Í Hlíðahverfi verður leikskólinn okkar Bjartahlíð með sumaropnun.
Í Björtuhlíð má gera ráð fyrir nokkuð frábrugðinni starfsemi frá fyrstu viku í júlí fram yfir verslunarmannahelgi en á þeim tíma loka flestir leikskólar í Reykjavík. Búast má við að á þeim tíma verði nýr barnahópur og nýr starfsmannahópur í leikskólanum.
Á þessu tímabili er ekki hægt að tryggja að kennarar og aðrir starfsmenn á deildum verði þeir sömu og hafa verið yfir árið vegna sumarorlofa starfsmanna.
Óskað er eftir, að foreldrar skilið inn ósk um sumarleyfistíma fyrir 15. mars nk. á þar til gerðu eyðublaði. Ef ekki er skilað inn umsókn um sumarleyfi er litið svo á að börnin fari í sumarleyfi á tímabilinu 8. júlí til og með 5. ágúst.