Orkuþörf barna er mismunandi og hafa skal í huga að mikilvægt er að þau fái reglulegar máltíðir. Ekki má líða of langur tími á milli máltíða. Börnin fá morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu í leikskólanum. Daglega eiga börnin að fá fisk, kjöt, egg eða baunarétti, gróft brauð og haframjöl, mjólkurvörur, grænmeti, ávexti, lýsi, vatn. Mikilvægt er að börnunum líði vel við matarborðið, hafi nægan tíma og rólegt umhverfi. Börnin eru hvött til að smakka á öllu sem í boði er.
Í eldhúsinu starfa einn matráður og aðstoðarmanneskja.
Í umsjá eldhúsins er að sjá um allan mat á leikskólanum og að tryggja að næringarþörfum barna er uppfyllt, auk þess að sjá um þvottahúsið.