Bjartahlíð tekur þátt í tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
Skóla- og frístundasvið leggur áherslu á þá meginreglu að foreldrar/forsjáraðilar taki sumarleyfi með börnum sínum á þeim tíma sem leikskólar þeirra loka. Í undantekningartilvikum, þegar foreldrar eiga þess ekki kost að taka sumarleyfi á sama tíma og leikskóli barnsins er hægt að sækja um að barnið fari í sumarleyfi á öðrum tíma og sæki þá leikskóla sem bjóða upp á sumaropnun í tilraunaskyni sumarið 2019.
Í Hlíðahverfi verður leikskólinn okkar Bjartahlíð með sumaropnun.
Í Björtuhlíð má gera ráð fyrir nokkuð frábrugðinni starfsemi frá fyrstu viku í júlí fram yfir verslunarmannahelgi en á þeim tíma loka flestir leikskólar í Reykjavík. Búast má við að á þeim tíma verði nýr barnahópur og nýr starfsmannahópur í leikskólanum.
Á þessu tímabili er ekki hægt að tryggja að kennarar og aðrir starfsmenn á deildum verði þeir sömu og hafa verið yfir árið vegna sumarorlofa starfsmanna.
Óskað er eftir, að foreldrar skilið inn ósk um sumarleyfistíma fyrir 15. mars nk. á þar til gerðu eyðublaði. Ef ekki er skilað inn umsókn um sumarleyfi er litið svo á að börnin fari í sumarleyfi á tímabilinu 8. júlí til og með 6. ágúst.
Samkvæmt íslenskum lögum um leikskóla (nr. 90/2008) ber leikskólum að starfa samkvæmt aðalnámskrá leikskóla.
Árið 2011 var ný aðalnámskrá gefin út fyrir leikskólana og sú breyting varð á aðalnámskránni frá 1999 voru nýjar áherslur en lagðir voru fram sex grunnþættir menntunar.
Grunnþættirnir sex sem eiga að vera leiðarljósi í starfi menntastofanna „snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það" (bls. 14 í aðalnámskrá leikskóla).
Grunnþættirnir fléttast inní á allt skólastarf á öllum skólastigum:
Grunnþættirnir eru:
Nánari upplýsingar um grunnþættina má finna hérna -> Vefur um Grunnþætti menntunar
Þó hugtakið læsi sé oftast notað í því samhengi að lesa texta, þá snýst hugmyndin um læsi sem einn af grunnþáttunum „fyrst og fremst um sköpun merkingar og sú merkingarsköpun á sér aldrei stað í tómarúmi" (bls. 16, aðalnámskrá leikskóla). Læsi felst í því að skilja tákn sem birtast í samfélaginu, umræðuhefðir og orðnotkun í ýmsum hópum samfélagsins.
Fyrir leikskólann og leikskólaumhverfið leggur þetta grunnin að samskiptum barna, að skilja sameiginlegt táknkerfi samfélagsins, að skilja myndir í gegnum leik og reglur í spilum, að skilja þá orðræðu sem birtist í mismunandi formum og miðlum.
Læsi er í eðli sínu ekki hvort nemandi geti lesið eða sett saman stafina til að mynda orð heldur hvort skilningur sé á því sem er lesið.
Hugtakið sjálfbærni hefur í gegnum tíðina verið nokkuð á reiki og margar mismunandi túlkanir verið á hugtakinu, enda segir í aðalnámskránni: „algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu til afkomendanna í ekki lakara ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum samtíðar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum" (bls. 18, aðalnámskrá leikskóla).
„Við erfum ekki jörðina frá forverum okkar, heldur fáum hana lánaða frá börnunum okkar" (uppruni óþekktur).
Sjálfbærni og sjálfbær þróun snýst þó ekki aðeins um náttúruna heldur tengist hinu mannlega samfélagi þar sem verður að taka tillit til allra undirstöðuþátta sjálfbærrar þróunar, efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfis tengdra þátta.
Fyrir leikskólann og leikskólaumhverfið felst þetta í meðvitund um umhverfi sitt, það fótspor sem maðurinn skilur eftir og leiðir að betra viðhorfi til alls lífs og umhverfis þar sem menn lifa í sátt við umhverfi, samfélag, sjálfa sig og náungann.
Heilbrigði og velferð er eflaust sá þáttur sem er aðgengilegastur af grunnþáttunum, enda hefur það verið stór þáttur af umræðinni seinustu árin. Í skólastarfinu verður að gefa líkamlegum þáttum gaum bæði með gjörðum og umfjöllun og ber að nefna hvíld, næring, hreyfing, hreinlæti og snyrtimennska.
Heilbrigði nær yfir bæði andlega þáttinn og líkamlega þar sem sjálfsmynd, tilfinningar, ákvörðunartaka og lífsleikni eru hluti af því sem nemandinn þarf að takast á við.
Í leikskólastarfinu birtist þetta ítrekað í hversdagslegum gjörðum, klósettum ferðum og hreinlæti, matartímum og næringu og samverustundum þar sem nemendur læra að hlusta og tjá sig fyrir fram aðra.
„Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. [...] Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði" (bls. 19, aðalnámskrá leikskóla).
Lýðræði er hugtak sem er órjúfanlegt frá samfélagi okkar þar sem forsenda núverandi uppbyggingar samfélagins er byggt á lýðræðislegum ákvörðum.
Mannréttindi fela í sér virðingu, bæði gagnvart börnum og fullorðnum. Réttindum sem einstaklingar hafa, rétt þeirra á umhyggju, vernd og þátttöku í samfélaginu.
Á leikskólanum er er lýðræði kennt með lýðræði og börn geta lært um réttindi þeirra, t.a.m út frá þeim réttindum sem börn hafa samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en einnig þeim réttindum sem þau hafa til náms óháð getu þeirra.
„Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis" (bls. 19-20, aðalnámskrá leikskóla).
Jafnrétti og leitin til að stuðla að jafnrétti birtist í mörgum ólíkum þáttum: Aldri, búsetu, fötlun, kyni, kynhneigð, litarháttum, lífsskoðunum, menningu, trúarbrögðum, tungumáli, ætterni og þjóðerni svo eitthvað sé nefnt. Hluti af jafnréttismenntun er nám um þessa þætti en Ísland er að þróast sem fjölmenningarsamfélag þar sem staða einstaklinga innan þess á að vera hin sama.
Á leikskólanum er jafnréttismenntun hluti af daglegu starfi þar sem umræða um kyn, litarhætti, menningu, trúarbrögð, tungumál og þjóðerni geta auðveldlega orðið að lærdómsríku ferli fyrir nemendur. Fellur það í hlut kennara að stýra umræðunni á réttar brautir en á sama tíma að vera meðvitaðir um eigin stöðu, kyn og hugmyndir, t.a.m þeirra eigin orðræðu í samskiptum við börnin.
„Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit" (bls. 22, aðalnámskrá leikskóla).
Sköpun er að brjótast út úr kassa staðlaðrar hugsunar og sjá lengra, fara lengra, gera meira. Sköpun er að uppgötva, rannsaka heiminn, gagnrýnin hugsun og í henni felst aðferð til að opna nýjar leiðir.
Á leikskólanum er sköpun eðilegt ferli barnsins, að sjá heiminn ekki eins og allir aðrir sjá hann, heldur eins og það sér hann, ómengað af þeim stöðluðu hugmyndum sem heimurinn hefur lagað að sinni orðræðu. Að gefa barninu tækifæri til að tjá sig í ólíkum miðlum, með ólíkum röddum um ólíka hluti, hvort sem þeir skipta máli eða ekki ýtir undir það ferli sem getur nýst því ævilangt, að þora og vilja fara ótroðnar slóðir.
Hér má finna skýrslur og greinar um vísindaleikinn.
Skýrslur:
Blaðagreinar: