Algengir kubbar í leikskólastarfi eru holu- og einingakubbar, en Bjartahlíð er með báða þessa kubba í daglegu starfi. Holukubbar eru 6 tegundir af stórum kubbum en einingarkubbarnir eru smærri.
Hjá eldri börninum eru Holukubbarnir á tveimur deildum í einu en skipta um deild með reglulegu millibili. Hver deild er með einingakubba sem eru aðgengilegir í daglegu starfi.
Hjá yngribörnunum eru holukubbarnir staðsettir í miðju rými húsins, en einingarkubbar á hverri deild.
Þeir eru gott dæmi um sveigjanlegan efnivið sem börn geta notast við og nálgast án aðkomu kennara.
Þessar tvær tegundir kubbar eru þó í eðli sínu mjög ólíkir þar sem að Holukubbarnir ganga út á það að barnið verði hluti að þeim heimi sem það byggir á meðan barnið stendur oftast fyrir utan heiminn sem er byggður með einingarkubbunum og því veldur blöndun því að nálgunaraðferðir ganga í kross og æskileg upplifun barna af kubbunum og það nám sem þeim fylgja verður ekki eins og best er á kosið.
- Fyrri
- Næsta > >