Leikskólinn starfar undir formerkjum Reggio Emilia
Reggio Emilia stefnan er ekki aðferð til náms, heldur ákveðin stefna sem hægt er að fylgja og aðlaga að öðrum hugmyndum eða stefnum. Hún hófst eftir síðari heimstyrjöldina sem samstarfsverkefni milli kennarans Loris Malaguzzi (1920-1994) og foreldra í þorpum í kringum Reggio Emilia á Ítalíu og hefur aðalega verið notuð á leikskólastiginu.
Markmið Reggio er að nýta og örva alla þá hæfileika sem börnin búa yfir. Í leikskóla þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Reggio er litið á barnið sem hæfileikaríkan, virkan einstakling sem hefur mikið fram að færa. Mikil virðing er borin fyrir barninu, vinnu þess og verkum. Lögð er áhersla á að nemendur fái að gera tilraunir og rannsóknir og noti öll skilningarvit sín. Kennarinn þarf að taka þátt í samræðum með börnunum, ýta undir gagnrýna hugsun og vera góður í að grípa hugmyndir barnanna og skrá.
Í Reggio er talað um umhverfið sem þriðja kennarann. Það á að vera síbreytilegt og bjóða upp á marga valkosti.
Í Reggio leikskólum er áhersla á listgreinar. Listin er nýtt til að þjálfa augað og til að örva athyglisgáfuna, hugmyndaflugið og ímyndunaraflið. Sjónrænt og myndrænt mál auðveldar leikskólabörnum skilning á umheiminum. Unnið er markvisst með liti, skugga og ljós.
Það má segja að heimspekin að baki Reggio Emilia megi útfæra í þessi atriði:
Út frá hugmyndum Reggio hefur þróast í Bandaríkjunum aðferð sem kölluð er Könnunaraðferð eða Project Approach sem hefur hlotið miklar vinsældir á Íslandi.
Aðferðin gengur út á það að ákveðið þema eða viðfangsefni er tekið fyrir og rannsakað. Mikilvægt er að verkefnið sé valið útfrá áhuga barnanna. Unnið er með sama viðfangsefnið í ákveðinn tíma og er það skoðað á fjölbreyttan og markvissan hátt frá sem flestum sjónarhornum. Þemavinnan gengur út á að gefa börnunum hugmyndir til að vinna með og velta þeim fyrir sér frá öllum hliðum. Í þemavinnu er lögð áhersla á að hvert barn sé frjótt og skapandi. Barnið hefur getu, löngun og fjölbreytta hæfileika til að tileinka sér þekkingu. Áhersla er lög á uppgötvunarnám, hlustað er á barnið og virðing borin fyrir skoðunum þess.
Algengir kubbar í leikskólastarfi eru holu- og einingakubbar, en Bjartahlíð er með báða þessa kubba í daglegu starfi. Holukubbar eru 6 tegundir af stórum kubbum en einingarkubbarnir eru smærri.
Hjá eldri börninum eru Holukubbarnir á tveimur deildum í einu en skipta um deild með reglulegu millibili. Hver deild er með einingakubba sem eru aðgengilegir í daglegu starfi.
Hjá yngribörnunum eru holukubbarnir staðsettir í miðju rými húsins, en einingarkubbar á hverri deild.
Þeir eru gott dæmi um sveigjanlegan efnivið sem börn geta notast við og nálgast án aðkomu kennara.
Þessar tvær tegundir kubbar eru þó í eðli sínu mjög ólíkir þar sem að Holukubbarnir ganga út á það að barnið verði hluti að þeim heimi sem það byggir á meðan barnið stendur oftast fyrir utan heiminn sem er byggður með einingarkubbunum og því veldur blöndun því að nálgunaraðferðir ganga í kross og æskileg upplifun barna af kubbunum og það nám sem þeim fylgja verður ekki eins og best er á kosið.
Einingarkubbarnir byggja á hugmyndafræði Pratt um sveigjanlegan efnivið sem börn geta notast við og nálgast án aðkomu kennara. Kubbarnir eru jafn þykkir og tvöföld breidd, jafn langir og tvöföld breidd og ganga allir út frá hlutföllunum 1:2:4.
Í heildina eru 18 tegundir kubba sem bjóða upp á mjög mismunandi vinnu.
Holukubbar eru stórir kubbar og verður það hluti af umhverfi barnsins í leik þar sem barnið getur auðveldlega byggt eitthvað sem það verður hluti af, hvort sem það er hús, rennibraut eða bíll.
Þeir líkt og einingakubbarnir eru hannaðir til að passa vel saman.
Það eru sjö tegundir af Holukubbum.
Ferningur | 14 cm | 28 cm | 28 cm |
Hálfur ferningur | 14 cm | 14 cm | 28 cm |
Tvöfaldur ferningur | 14 cm | 28 cm | 56 cm |
Hálfur tvöfaldur ferningur | 14 cm | 14 cm | 56 cm |
Rampur | 14 cm | 28 cm | 56 cm |
Löng spíta | 14 cm | 112 cm | 2 cm |
Stutt spíta | 14 cm | 56 cm | 2 cm |
Ferningur |
Hálfur ferningur |
Tvöfaldur ferningur |
Hálfur tvöfaldur ferningur |
Rampur |
Löng spíta |
Stutt spíta |
Í hópastarfi er börnunum skipt eftir aldri í smærri hópa. Börnin læra að vinna saman í verkefnum og taka tillit hvert til annars. Vinnustund hópsins hefst og lýkur á sama hátt. Ramminn sem er upphaf, athöfn og endir veitir börnunum öryggi, þau vita alltaf hvað er í vændum.