Samkvæmt íslenskum lögum um leikskóla (nr. 90/2008) ber leikskólum að starfa samkvæmt aðalnámskrá leikskóla.
Árið 2011 var ný aðalnámskrá gefin út fyrir leikskólana og sú breyting varð á aðalnámskránni frá 1999 voru nýjar áherslur en lagðir voru fram sex grunnþættir menntunar.
Grunnþættirnir sex sem eiga að vera leiðarljósi í starfi menntastofanna „snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það" (bls. 14 í aðalnámskrá leikskóla).
Grunnþættirnir fléttast inní á allt skólastarf á öllum skólastigum:
- Efnisval og inntak náms, kennslu og leiks skal mótast af grunnþáttunum.
- Starfshættir og aðferðir, sem börn og ungmenni læra, eru undir áhrifum hugmynda sem fram koma í umfjöllun um grunnþættina.
- Vinnubrögð kennara og annarra, sem starfa í skólum, eiga að mótast af grunnþáttunum þannig að stuðlað sé að sjálfstæði, frumkvæði og þróun í skólastarfi.
- Þegar skólastarf er metið þarf að skoða hvort og hvernig grunnþættirnir hafi sett mark sitt á nám, kennslu og leik og skólastarfið í heild.
Grunnþættirnir eru:
Læsi
Sjálfbærni
Heilbrigði og velferð
Lýðræði og mannréttindi
Jafnrétti
Sköpun
Nánari upplýsingar um grunnþættina má finna hérna -> Vefur um Grunnþætti menntunar