Heilbrigði og Velferð
Heilbrigði og velferð er eflaust sá þáttur sem er aðgengilegastur af grunnþáttunum, enda hefur það verið stór þáttur af umræðinni seinustu árin. Í skólastarfinu verður að gefa líkamlegum þáttum gaum bæði með gjörðum og umfjöllun og ber að nefna hvíld, næring, hreyfing, hreinlæti og snyrtimennska.
Heilbrigði nær yfir bæði andlega þáttinn og líkamlega þar sem sjálfsmynd, tilfinningar, ákvörðunartaka og lífsleikni eru hluti af því sem nemandinn þarf að takast á við.
Í leikskólastarfinu birtist þetta ítrekað í hversdagslegum gjörðum, klósettum ferðum og hreinlæti, matartímum og næringu og samverustundum þar sem nemendur læra að hlusta og tjá sig fyrir fram aðra.