Lýðræði og Mannréttindi
„Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna sem gerir þá færa um að taka þátt í að móta samfélag sitt og hafa áhrif nær og fjær. [...] Gert er ráð fyrir því að börn og ungmenni læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði" (bls. 19, aðalnámskrá leikskóla).
Lýðræði er hugtak sem er órjúfanlegt frá samfélagi okkar þar sem forsenda núverandi uppbyggingar samfélagins er byggt á lýðræðislegum ákvörðum.
Mannréttindi fela í sér virðingu, bæði gagnvart börnum og fullorðnum. Réttindum sem einstaklingar hafa, rétt þeirra á umhyggju, vernd og þátttöku í samfélaginu.
Á leikskólanum er er lýðræði kennt með lýðræði og börn geta lært um réttindi þeirra, t.a.m út frá þeim réttindum sem börn hafa samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en einnig þeim réttindum sem þau hafa til náms óháð getu þeirra.