Verkefnið Vísindaleikur miðar að því að kveikja áhuga barna á vísindum og hófst á Hamraborg veturinn 2004-2005. Vísindaleikurinn var samstarf á milli leikskólans og menntavísindasviðs Háskóla Íslands og hefur verið í stöðugri þróun síðan þá.
Í verkefninu er unnið með námsathafnir frá sjónarmiði miði barnsins í formi leiks, en fela í sér tilraunir og rannsóknir á sviði náttúrufræða og raunvísinda. Er unnið með hraða, ljós, liti, skugga og speglun svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir fáeinum árum bættist stjörnufræði við í samstarfi við Sverri Guðmundsson stjörnufræðing.
Í vísindaleikjum eru börnin hvött til að viðhalda og þroska með sér eðlislægan áhuga á að rannsaka heiminn. Kennarinn leggur grunn að eðlisfræðilegu hugtakanámi, spyr börnin opinna spurninga og hvetur þau til að tjá sig. Þannig fá börnin orð yfir það sem þau hafa lært, orð sem þau muna og gera þeim kleift að lesa sér til um viðfangsefnið seinna.
Vísindastarfið á Björtuhlíð er rauður þráður í öllu fagstarfi, börnin verða undrafljótt hæfir rannsakendur og koma kennurum stöðugt á óvart með þekkingu sinni og orðaforða.
Barn: Sólin Skín í augun á okkur, við getum ekki borðað.
Kennari: Á ég a draga niður gardínuna?
Barn: Nei, þetta er í lagi... jörðin snýst.